Vonandi skárra á Íslandi

Ég vona (og er nokkuð viss um að) ég verði ekki svona grunlaus um netnotkun barna minna þegar þau eldast. Mér finnst þetta ótrúlegar tölur frá Bretlandi, börnin eyða 43.5 klukkutímum á viku á netinu en það gera 6.2 tíma á dag! Sérstaklega er tekið fram að þetta er á netinu en ekki í tölvuleikjum og þess háttar (þótt þeir geti auðvitað líka verið spilaðir á netinu).

20 % foreldranna hafa komið að barninu þegar það skoðar óæskilegt efni, það finnst mér líka ótrúlega furðulegt miðað við allar þær síur sem hægt er að nota í dag. Það er kannski ekki eins furðulegt með eldri börnin sem geta örugglega lært að fara framhjá síum en það á ekki að vera mikið mál að forða yngri börnunum frá síðunum.

Ég vona að íslenskir foreldrar fái betri fræðslu og séu duglegri en þeir bresku að fylgjast með netnotkun barna sinna. Ég er ekki að tala um að njósna um þau, heldur vera með fyrirbyggjandi aðgerðir, setja þeim tímamörk og kenna þeim almennilega nethegðun.

Svona kannanir þarf auðvitað að taka með fyrirvara, þessi tiltekna könnun gefur ekki upp úrtak, aldur barnanna eða þess háttar upplýsingar þannig að maður getur ekki beinlínis dregið neinar svakalegar ályktanir. Dæmigerð fréttakönnun sem á væntanlega að vekja hneykslun svona aðallega Joyful .. það virkaði, ég var stórhneyksluð.


mbl.is Halda ekki í við netnotkun barnanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband