Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

kynlíf vs. fjármál

Ég væri frekar til í eitt safaríkt kynlífshneyksli á Íslandi en endalaus fjármálahneyksli. Það væri reyndar dapurlegt ef það væri framhjáhald, mætti vera meira í anda Heiðars snyrtis eða Guðmundar í Byrginu.

Ætli fólki á Íslandi finnist sjálfsagðara að segja af sér ef upp kemst um kynlífshneyksli en fjármálahneyksli?


mbl.is Þingmaður uppvís af kynlífshneyksli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glymur hæst í tómum formanni

Formanni Framsóknarflokksins ferst að tala um loftbólur.

"Hann sagði Samfylkinguna ekki hafa lagt nógu mikla áherslu á lausnir og „raunverulega pólitík“."

Nú er ég mjög hrifin af góðum lausnum en get ekki séð að Framsóknarfiðrildin hafi boðað neinar slíkar sem vit er í. Þessa dagana koma helst frá þeim Harry Potter-lausnir í kosningastíl, sem hafa allharðan verið skotnar niður af vitibornu fólki.

Hvað raunverulega pólitík varðar þá finnst mér Framsóknarflokkurinn ekki hafa efni á neinu rausi um slíkt hugtak. 

Hvar eru alvöru lausnirnar, Framsókn? Hver er ykkar "raunverulega pólitík"? 


mbl.is Samfylkingin „loftbóluflokkur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonandi skárra á Íslandi

Ég vona (og er nokkuð viss um að) ég verði ekki svona grunlaus um netnotkun barna minna þegar þau eldast. Mér finnst þetta ótrúlegar tölur frá Bretlandi, börnin eyða 43.5 klukkutímum á viku á netinu en það gera 6.2 tíma á dag! Sérstaklega er tekið fram að þetta er á netinu en ekki í tölvuleikjum og þess háttar (þótt þeir geti auðvitað líka verið spilaðir á netinu).

20 % foreldranna hafa komið að barninu þegar það skoðar óæskilegt efni, það finnst mér líka ótrúlega furðulegt miðað við allar þær síur sem hægt er að nota í dag. Það er kannski ekki eins furðulegt með eldri börnin sem geta örugglega lært að fara framhjá síum en það á ekki að vera mikið mál að forða yngri börnunum frá síðunum.

Ég vona að íslenskir foreldrar fái betri fræðslu og séu duglegri en þeir bresku að fylgjast með netnotkun barna sinna. Ég er ekki að tala um að njósna um þau, heldur vera með fyrirbyggjandi aðgerðir, setja þeim tímamörk og kenna þeim almennilega nethegðun.

Svona kannanir þarf auðvitað að taka með fyrirvara, þessi tiltekna könnun gefur ekki upp úrtak, aldur barnanna eða þess háttar upplýsingar þannig að maður getur ekki beinlínis dregið neinar svakalegar ályktanir. Dæmigerð fréttakönnun sem á væntanlega að vekja hneykslun svona aðallega Joyful .. það virkaði, ég var stórhneyksluð.


mbl.is Halda ekki í við netnotkun barnanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leeloo & Ruby - páfagaukanördapistill

fuglar

 

Má ég kynna Leeloo Dallas (til hægri) og Ruby Rhod (til vinstri).

Eins og sést þá eru þetta gárar. Þau eru bara ungar og því erfitt að segja til um kynið, en fyrsta ágiskun er sú að Leeloo sé kvenkyns og Ruby karlkyns. Leeloo er Opaline Sky blue og Ruby er Yellow face, type 2, opaline sky blue. Þetta eru ekki sjaldgæfar tegundir en ég held að flestir íslenskir gárar séu bara helvíti venjulegir.

Opaline þýðir að svörtu rendurnar á höfðinu eru ekki áberandi og mynda eins og "V" aftan á bakinu. Sky blue er liturinn, en það er einmitt áhugavert að Ruby teljist blár þótt hann sé grænn Smile. Það er vegna þess að hann er Yellow face og því með gulan grunnlit en ekki hvítan eins og Leeloo, blár + gulur = grænn eins og flestir vita. Þegar Ruby eldist og fær nýjar fjaðrir verður hann sennilega sægrænni á litinn.

Sumir verða hissa þegar ég segi að Leeloo sé kvenkyns því nasirnar virðist vera bláar. Það er jú rétt að karlkyns gárar fái bláar nasir en kvenkyns gárar brúnar. En þar sem þetta eru bara ungar er ekkert að marka það. Kvenkyns gáraungar eru með ljósbláar nasir með hvítum lit við holurnar en karlkyns ungarnir eru með fjólublárri nasir.

Þá er páfagaukanördapistli mínum lokið í bili. Ég vænti þess ekki að margir hafi haft mjög gaman af, en það er aldrei að vita. Tounge 


Skoðanir smoðanir

Mér þykir of snemmt að kasta út skoðanakönnunum í gríð og erg.

Það kemur reyndar ekki fram í þessari könnun hversu margir neituðu að svara eða eru óákveðnir, en ég ímynda mér að það sé dágóður hópur. Það hlýtur að segja sig sjálft að ekkert sé að marka kannanir sem þessa svo snemma vegna þess að nægur tími er fyrir almenningsálitið að synda í marga hringi.

Ég hef fjölmiðla grunaða um að vilja kasta fram fyrirsögnum eins og "Sjálfstæðisflokkurinn aftur til valda" eða eitthvað álíka til að almenningur og moggabloggarar (sem ég er í afneitun að ég sé) þjóti upp í reiði og sorakjafti.

Aðallega er ég bara pirruð því það er stutt síðan kosið var síðast og þá fékk ég mig fullsadda af öllum þessum könnunum. Ég þarf minnst fjögur ár milli alþingiskosninga til að jafna mig Woundering


mbl.is Samfylkingin stærst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lærdómsríkur dagur

Ég komst að ýmsu merkilegu í gær:

 

  • Ritlistarnemendur eru almennt frekar fyndnir
  • Ég gæti lifað á Jalapeno poppers
  • Frambjóðendur elska mig þar til þeir fatta að ég er búin að kjósa
  • Það trúir því enginn að ég eigi vafasama fortíð
  • Það getur verið fyndið að tala um að gíraffi sé ristur á háls
  • Stóru kornin í páfagaukamat eru mjög góð á bragðið

 


Frétta-teflon

Ég öfunda fólk sem nær að fylgjast fullkomlega með öllum fréttum og man þær aftur í tímann. Ég hef áhuga á stjórnmálum og því sem er að gerast í þjóðfélaginu en næ aldrei þessu stigi, að lifa og hrærast í fréttunum. Annað slagið rekst ég á fólk (eða kíki á blogg hjá því) sem er gjörsamlega alviturt á þjóðfélagsumræðuna. Það kann Baugsmálið utanbókar, getur rakið atburðarásina frá efnahagshruninu í tímaröð, veit allt um stjórnmálamenn, bæði innlenda og erlenda, tengsl þeirra, afstöðu, gjörðir, ættartengsl o.s.frv. o.s.frv. Pouty

Þrátt fyrir áhuga minn er ég með teflonheila í þessum málum (satt að segja frekar pirrandi þegar maður er að læra stjórnmálafræði). Hinsvegar veit ég óþarflega mikið um páfagauka og bíla. Nóg til að fólki finnist ég kannski pínulítið undarleg W00t 

 


Öll él birtir um síðir

Ég vildi ég hefði verið fluga á öxl félaga míns um daginn og náð að hvísla þessum orðum í eyra hans.

Vertu sæll vinur minn. 


Talandi um frestunaráráttu

Þetta er einn af þessum dögum. Það var ekki mikið á dagskránni, skrifa u.þ.b. 400 orð í BA ritgerðinni, hringja eitt símtal og fara í Yoga. Klukkan er 14:41 og ég er búin að:

 

  • Skila skattaframtalinu
  • Horfa á einn sjónvarpsþátt
  • Lesa fyrir tíma sem ég kemst ekki í á morgun (og efnið er ekki til prófs)
  • Drekka kaffi
  • Hanga á Facebook
  • Íhuga að leggja mig en gera það ekki
  • Leika við páfagaukana
  • Fá mömmu í kaffi
  • Kjósa í prófkjöri Samfylkingarinnar á netinu
Semsagt, allt nema skrifa, hringja og fara í Yoga Grin

 


Dramatönn

Sex ára dóttir mín var að missa tönn í fyrsta sinn Heart Hún var búin að vera dálítið dramatísk upp á síðkastið vegna yfirvofandi tannmissis en nú ber hún sig mjög vel. Ég þarf að klæða mig í tannálfsbuxurnar í kvöld í fyrsta sinn Wizard Það er spurning hvað gengið á barnatönn sé á móti íslenskri krónu.

Tönn

 Þetta er reyndar dálítið fyndin mynd því hún er ekki svona nasastór í raunveruleikanum. Þandi vel út nasirnar fyrir myndatökuna LoL


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband