Talandi um frestunaráráttu
9.3.2009 | 14:46
Þetta er einn af þessum dögum. Það var ekki mikið á dagskránni, skrifa u.þ.b. 400 orð í BA ritgerðinni, hringja eitt símtal og fara í Yoga. Klukkan er 14:41 og ég er búin að:
- Skila skattaframtalinu
- Horfa á einn sjónvarpsþátt
- Lesa fyrir tíma sem ég kemst ekki í á morgun (og efnið er ekki til prófs)
- Drekka kaffi
- Hanga á Facebook
- Íhuga að leggja mig en gera það ekki
- Leika við páfagaukana
- Fá mömmu í kaffi
- Kjósa í prófkjöri Samfylkingarinnar á netinu
Semsagt, allt nema skrifa, hringja og fara í Yoga 

Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.