Leeloo & Ruby - páfagaukanördapistill

fuglar

 

Má ég kynna Leeloo Dallas (til hægri) og Ruby Rhod (til vinstri).

Eins og sést þá eru þetta gárar. Þau eru bara ungar og því erfitt að segja til um kynið, en fyrsta ágiskun er sú að Leeloo sé kvenkyns og Ruby karlkyns. Leeloo er Opaline Sky blue og Ruby er Yellow face, type 2, opaline sky blue. Þetta eru ekki sjaldgæfar tegundir en ég held að flestir íslenskir gárar séu bara helvíti venjulegir.

Opaline þýðir að svörtu rendurnar á höfðinu eru ekki áberandi og mynda eins og "V" aftan á bakinu. Sky blue er liturinn, en það er einmitt áhugavert að Ruby teljist blár þótt hann sé grænn Smile. Það er vegna þess að hann er Yellow face og því með gulan grunnlit en ekki hvítan eins og Leeloo, blár + gulur = grænn eins og flestir vita. Þegar Ruby eldist og fær nýjar fjaðrir verður hann sennilega sægrænni á litinn.

Sumir verða hissa þegar ég segi að Leeloo sé kvenkyns því nasirnar virðist vera bláar. Það er jú rétt að karlkyns gárar fái bláar nasir en kvenkyns gárar brúnar. En þar sem þetta eru bara ungar er ekkert að marka það. Kvenkyns gáraungar eru með ljósbláar nasir með hvítum lit við holurnar en karlkyns ungarnir eru með fjólublárri nasir.

Þá er páfagaukanördapistli mínum lokið í bili. Ég vænti þess ekki að margir hafi haft mjög gaman af, en það er aldrei að vita. Tounge 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband