Frétta-teflon

Ég öfunda fólk sem nær að fylgjast fullkomlega með öllum fréttum og man þær aftur í tímann. Ég hef áhuga á stjórnmálum og því sem er að gerast í þjóðfélaginu en næ aldrei þessu stigi, að lifa og hrærast í fréttunum. Annað slagið rekst ég á fólk (eða kíki á blogg hjá því) sem er gjörsamlega alviturt á þjóðfélagsumræðuna. Það kann Baugsmálið utanbókar, getur rakið atburðarásina frá efnahagshruninu í tímaröð, veit allt um stjórnmálamenn, bæði innlenda og erlenda, tengsl þeirra, afstöðu, gjörðir, ættartengsl o.s.frv. o.s.frv. Pouty

Þrátt fyrir áhuga minn er ég með teflonheila í þessum málum (satt að segja frekar pirrandi þegar maður er að læra stjórnmálafræði). Hinsvegar veit ég óþarflega mikið um páfagauka og bíla. Nóg til að fólki finnist ég kannski pínulítið undarleg W00t 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Úff ég á í vandræðum með að muna nafn á fólki, hvað þá hvað gerðist í gær!

Ólafur Waage (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 15:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband