Skoðanir smoðanir
12.3.2009 | 19:18
Mér þykir of snemmt að kasta út skoðanakönnunum í gríð og erg.
Það kemur reyndar ekki fram í þessari könnun hversu margir neituðu að svara eða eru óákveðnir, en ég ímynda mér að það sé dágóður hópur. Það hlýtur að segja sig sjálft að ekkert sé að marka kannanir sem þessa svo snemma vegna þess að nægur tími er fyrir almenningsálitið að synda í marga hringi.
Ég hef fjölmiðla grunaða um að vilja kasta fram fyrirsögnum eins og "Sjálfstæðisflokkurinn aftur til valda" eða eitthvað álíka til að almenningur og moggabloggarar (sem ég er í afneitun að ég sé) þjóti upp í reiði og sorakjafti.
Aðallega er ég bara pirruð því það er stutt síðan kosið var síðast og þá fékk ég mig fullsadda af öllum þessum könnunum. Ég þarf minnst fjögur ár milli alþingiskosninga til að jafna mig
Samfylkingin stærst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
ef könnunin er minni 800 manns, svörun er minni en 75%, þeir sem taka afstöðu af þessum 75% er minni 65%. þá aukast skekkju mörkin gríðarlega.
tala nú ekki um ef allt þetta er til staðar. þá getum við verið að tala um skekkju mörk um +5% stig.
Fannar frá Rifi, 12.3.2009 kl. 19:23
Einmitt, þetta þarf að hafa í huga. Mér finnst alltaf jafn ófagmannlegt að birta ekki tölur um úrtak og þess háttar.
Lilja Þ., 12.3.2009 kl. 19:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.