Glymur hæst í tómum formanni
19.3.2009 | 08:35
Formanni Framsóknarflokksins ferst að tala um loftbólur.
"Hann sagði Samfylkinguna ekki hafa lagt nógu mikla áherslu á lausnir og raunverulega pólitík."
Nú er ég mjög hrifin af góðum lausnum en get ekki séð að Framsóknarfiðrildin hafi boðað neinar slíkar sem vit er í. Þessa dagana koma helst frá þeim Harry Potter-lausnir í kosningastíl, sem hafa allharðan verið skotnar niður af vitibornu fólki.
Hvað raunverulega pólitík varðar þá finnst mér Framsóknarflokkurinn ekki hafa efni á neinu rausi um slíkt hugtak.
Hvar eru alvöru lausnirnar, Framsókn? Hver er ykkar "raunverulega pólitík"?
Samfylkingin „loftbóluflokkur“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Samfylkingin og VG, tvær tómar tunnur sem mynda ríkisstjórnina í "boði" þeirrar þriðju, Framsóknar. Enda mikið um loftbólur og tómahljóð í þjóðfélaginu..... ....og margir með "gullfiskaminnið í lagi"
Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 10:01
Er Gunnar Tómasson ekki viti borinn maður ?
Er Jón Daníelsson ekki viti borinn ?
Hvað með Lilju Mósesdóttur ?
Lafðin, 19.3.2009 kl. 10:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.