Færsluflokkur: Bloggar

Rausnarleg lækkun

Eldsneytisverð hefur lækkað um eina heila, íslenska krónu á lítra í dag. Það hækkar sjálfsagt um fimm krónur næst þegar krónan veikist gagnvart Bandaríkjadollar.

En ég kvarta ekki, onei. Ég ætla jafnvel að splæsa í tyggjópakka ef ég tek bensín á eftir.


mbl.is Eldsneytisverð lækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hagræðishetjan

Ég stefni á að hefja MPA-nám við Háskóla Íslands næsta haust. Mér líst mjög vel á sérhæfingu í upplýsingastjórnun og rafrænum samskiptum þar sem framtíðin hlýtur jú að liggja í rafrænni stjórnsýslu, eða hvað?

Ég átta mig ekki alveg á því hvort stofnanir munu á næstu misserum draga úr þróun á rafrænum samskiptum eða átta sig á hagræðinu sem þeim fylgir. Auðvitað vona ég að hið síðara gildi svo ég fái nú einhverja vinnu að námi loknu LoL

Það kviknaði á ljósaperu djúpt inni í afkimum heila míns þegar ég las um þetta nám. Frá því að ég varð "fullorðin" og byrjaði að nýta mér þjónustu stofnana hef ég haft óbeit á skriffinnskunni og ómakinu sem fylgja oft ferðunum þangað. Ég hef alla tíð verið hrifin af tækni og framförum í rafrænum samskiptum og fyrirmunað að skilja hvers vegna þetta þarf allt að vera svona skelfilega erfitt.

Þannig að, nú get ég bráðum (ok eftir tvö ár) loksins klætt mig í ofurmennisbúninginn (spandex-dragt), þotið um ganga stofnanna til að hagræða eins og brjálæðingur og létt landsmönnum lífið.

Ofurhetja

 


Bullrétti

Nú er ég að læra stjórnmálafræði og útskrifast víst með BA gráðu í vor. Ég ákvað af rælni að skrifa um hvort það að vera í Evrópusambandinu hafi áhrif á fjölda þingkvenna en byrjaði á því að lesa mér almennt til um konur og stjórnmál. Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki mikið spáð í þessum hlutum áður og er það ein af ástæðunum fyrir því að ég skrifa um efnið, en það kom mér samt alveg ótrúlega mikið á óvart að sjá tölfræðina um fjölda þingkvenna í heiminum.

Við erum að tala um 18.4% meðaltal gott fólk! Er þetta ekki undarlegt? Á þingum heimsins sitja 35.953 karlmenn og 8.092 konur. Auðvitað eru þarna vafasöm lýðveldi tekin inn í myndina, en þótt ég skoði bara Evrópu (að meðtöldum Norðurlöndunum) er hlutfallið einungis 21.3%. Það lækkar í 19.3 % sleppi ég Norðurlöndunum.

Fyrir frekari tölfræði, sjá: http://www.ipu.org/wmn-e/world.htm 

Hvernig má það vera eftir alla umræðuna um jafnrétti, að það sé ennþá bara í kjaftinum á fólki? Hvernig er það lýðræði þegar helmingur þjóðfélagsins á sér svona fáa fulltrúa á þingi? Er ekki bara kominn tími til að hætta þessu bulli og setja það í lög að jafnrétti karla og kvenna skuli ríkja á þingi? Mér þætti það eðlilegt, að minnsta kosti þar til að heimurinn hefur áttað sig á því að karlaveldið sé kannski ekki frábært eftir allt saman.


Hvít lygi

Ég vil biðja þessa fimm lesendur sem hafa álpast á bloggið mitt afsökunar. Ég er í raun ekki dvergur, heldur 162 cm. á hæð! Ég ætlaði ekki að villa um fyrir neinum.


Lilja dvergur bloggar

Allt er með kyrrum kjörum á Breiðholtsfjalli. Mér leiðist örlítið í BA-skrifum og bý því til blogg. 

Hundablogg

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband