Hagræðishetjan
5.3.2009 | 09:58
Ég stefni á að hefja MPA-nám við Háskóla Íslands næsta haust. Mér líst mjög vel á sérhæfingu í upplýsingastjórnun og rafrænum samskiptum þar sem framtíðin hlýtur jú að liggja í rafrænni stjórnsýslu, eða hvað?
Ég átta mig ekki alveg á því hvort stofnanir munu á næstu misserum draga úr þróun á rafrænum samskiptum eða átta sig á hagræðinu sem þeim fylgir. Auðvitað vona ég að hið síðara gildi svo ég fái nú einhverja vinnu að námi loknu
Það kviknaði á ljósaperu djúpt inni í afkimum heila míns þegar ég las um þetta nám. Frá því að ég varð "fullorðin" og byrjaði að nýta mér þjónustu stofnana hef ég haft óbeit á skriffinnskunni og ómakinu sem fylgja oft ferðunum þangað. Ég hef alla tíð verið hrifin af tækni og framförum í rafrænum samskiptum og fyrirmunað að skilja hvers vegna þetta þarf allt að vera svona skelfilega erfitt.
Þannig að, nú get ég bráðum (ok eftir tvö ár) loksins klætt mig í ofurmennisbúninginn (spandex-dragt), þotið um ganga stofnanna til að hagræða eins og brjálæðingur og létt landsmönnum lífið.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.