Rausnarleg lækkun

Eldsneytisverð hefur lækkað um eina heila, íslenska krónu á lítra í dag. Það hækkar sjálfsagt um fimm krónur næst þegar krónan veikist gagnvart Bandaríkjadollar.

En ég kvarta ekki, onei. Ég ætla jafnvel að splæsa í tyggjópakka ef ég tek bensín á eftir.


mbl.is Eldsneytisverð lækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég fæ núna 4 kr afslátt hjá Atlantsolíu og má velja mér uppáhaldsbensínstöð en á henni fæ ég 6kr afslátt á lítrann.  Allt með dælulykli FÍB/Atlantsolíu

Svo er Atlantsolía yfirleitt alltaf ódýrari en N1

Þorsteinn Bjarki Ólafsson (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 18:11

2 Smámynd: Lilja Þ.

Já, ég þarf að kanna þetta með dælulykilinn. En mér finnst samt það eigi að vera meiri verðmunur á Atlantsolíu og hinum stöðvunum því Atlantsolíustöðvarnar eru með lágmarksviðhaldi (hefði ég haldið) og ekki að reka þessar pulsusjoppur. Þær eru líka oft aðeins utan alfaraleiðar og þá væntanlega með lægri kostnað við lóðaleigu.

Lilja Þ., 6.3.2009 kl. 18:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband