Bullrétti

Nú er ég að læra stjórnmálafræði og útskrifast víst með BA gráðu í vor. Ég ákvað af rælni að skrifa um hvort það að vera í Evrópusambandinu hafi áhrif á fjölda þingkvenna en byrjaði á því að lesa mér almennt til um konur og stjórnmál. Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki mikið spáð í þessum hlutum áður og er það ein af ástæðunum fyrir því að ég skrifa um efnið, en það kom mér samt alveg ótrúlega mikið á óvart að sjá tölfræðina um fjölda þingkvenna í heiminum.

Við erum að tala um 18.4% meðaltal gott fólk! Er þetta ekki undarlegt? Á þingum heimsins sitja 35.953 karlmenn og 8.092 konur. Auðvitað eru þarna vafasöm lýðveldi tekin inn í myndina, en þótt ég skoði bara Evrópu (að meðtöldum Norðurlöndunum) er hlutfallið einungis 21.3%. Það lækkar í 19.3 % sleppi ég Norðurlöndunum.

Fyrir frekari tölfræði, sjá: http://www.ipu.org/wmn-e/world.htm 

Hvernig má það vera eftir alla umræðuna um jafnrétti, að það sé ennþá bara í kjaftinum á fólki? Hvernig er það lýðræði þegar helmingur þjóðfélagsins á sér svona fáa fulltrúa á þingi? Er ekki bara kominn tími til að hætta þessu bulli og setja það í lög að jafnrétti karla og kvenna skuli ríkja á þingi? Mér þætti það eðlilegt, að minnsta kosti þar til að heimurinn hefur áttað sig á því að karlaveldið sé kannski ekki frábært eftir allt saman.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband